Minningarnar í prent

Ég fékk algjöran hnút í magann á dögunum þegar ég sat ein við tölvuna að skoða myndir síðastliðinna 2ja ára. Dásamlegar minningarnar í hverri einustu mynd hlýja hjartanu og ég var í því að kalla á dóttur mína til að sýna henni myndirnar. Hún spyr mig svo hvort við getum skoðað enn eldri myndir frá því hún var lítil en því miður gátum við það ekki því að harði diskurinn sem geymir þær myndir er orðin svo gamall að tölvan getur ekki opnað eitt eða neitt. 

Hingað og ekki lengra hugsaði ég. Ég hef varla látið framkalla myndir í áraraðir sem verður til þess að myndirnar glatast eða týnast inná hörðum diskum, tölvum og símum. Tæknin er vissulega dásamleg og við upplifum varla móment án þess að mynda það bak og fyrir. Og hvað svo ?

Tíminn líður hratt á gervihnattaöld og áður en við vitum af erum við búin að fjárfesta í nýjum síma eða nýrri tölvu og frestum því að færa myndirnar yfir á nýja tækið með því miður, sorglegum afleiðingum. 

\"\"

Lausn:

Ég fór að skoða verðin á venjulegri framköllun og kom mér merkilega á óvart hversu ódýrt það er fá myndirnar í fast form! Mikið af fyrirtækjum bjóða uppá þessa þjónustu og hægt er að láta gera allskonar albúm, bækur, kort ofl. 

Ég lét prenta 320 stk af myndum takk fyrir pent og það kostaði mig (með sendingarkostnaði) 4200 kr. Ég kalla það gjafaprís. 

Ég ákvað að fara þessa ódýru leið í gegnum síðu sem heitir Photobox.co.uk því magnafslátturinn hjá þeim er frábær og eftir að hafa pantað jólakort hjá þeim þá get ég staðfest frábær gæði og skilvirka og hraða þjónustu. Héðan af er ég með áminningu í símanum á 6 mánaða fresti sem minnir mig á að framkalla myndir. 

\"\"

 

**Snædís**