Miklabraut í stokk kostar 21 milljarð

21 milljarð króna myndi kosta að færa Miklubraut í Reykjavík milli Snorrabrautar og Kringlunnar í stokk. Framkvæmdin tæki um þrjú ár, segir Árni Freyr Stefánsson verkfræðingur við vef RÚV í morgun.
 

\"Stokkur er frekar einföld pæling. Það sem þarf að gera er að það þarf að grafa risastóran skurð, ca 30-32 m á breidd og 10 m djúpur. Svo ofan í þennan skurð er steyptur kassi. Svo er bara þjappað og fyllt yfir. En það er fyrirséð, að þessi framkvæmd fer náttúrulega fram á Miklubrautinni, að hún muni valda heilmiklu raski. - Sjáið þið fyrir ykkur 2 akreinar í hvora átt? Já, þetta er hugsað 2 + 2 vegur. Það yrði keyrt ofan í stokkinn á móts við Kringluna og upp úr og svo við Snorrabraut og svo yrðu væru aðreinar og fráreinar við Kringlumýrarbraut,“ segir Árni Freyr við vefinn.