Mikið fé í einkaþjónustu

Birgir Jakobsson landlæknir segir á Þjóðbraut í kvöld að yfirvöld heilbrigðismála hafi ekki næga stjórn á því hvert opinbert fjármagn rennur til heilbrigðismála. Hann bendir á að í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar komi fram að framlög ríkisins hafi aukist um 40 prósent til heilbrigðisþjónustu utan Landsspítala og heilsugæslu en dregist saman um tíu prósent til spítalans og heilsugæslunnar. 

Hann tekur ekki afstöðu til þess hvort að hér séu einkareknir spítalar eða læknaþjónusta eins og nú er víða. Hins vegar þurfi að skýra muninn á því að það sé rekið sjúkrahús eða læknastöð. Brýnt sé að endurskoða samning Sjúkratrygginga og Læknafélagsins.