Metár hjá bláa lóninu

Bláa lónið, einn vinsælasti ferðamannastaður landsins, hagnaðist um 31 milljón evra á síðasta ári eða því sem nemur 3,7 milljörðum króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Hagnaðurinn jókst um tæplega þriðjung milli ára í evrum en 41% í krónum.

Bláa lónið tók á móti 1,3 milljónum gesta á árinu. Velta fyrirtækisins nam 102,3 milljónum evra eða 12,3 milljörðum króna. EBITDA nam 39,3 milljónum evra eða 4,7 milljörðum króna. EBITDA-hlutfall 38,4%. Arðsemi eiginfjár var 40,1%.

Nánar á vb.is

ttp://www.vb.is/frettir/blaa-lonid-malar-gull/148019/