Menn muna vart önnur eins snjóþyngsli

"Það hefur ekki verið jafn mikill snjór á hálendinu og nú í manna minnum," segir Páll Guðmundsson framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands en hann fór ásamt fleirum í Hrafntinnusker um Hvítasunnuhelgina eins og Ferðafélagsmenn hafa gert árum saman.


Páll segir í samtali við Morgunblaðið í dag að hátt í þriggja metra djúpur snjór við skálann í Hrafntinnuskeri sem þó stendur vel að er merkja uppi í slakka sem vanalega safni ekki miklum snjó sem fellur tikl á svæðinu. Hann segir húsið vera fimm til sex metra hátt og þeir ferðafélagarnir hafi staðið jafnfæltis þakbrúninni.


"Það er óhemjumikill snjór á hálendingu," segir Páll enn fremur og segir hann gönguleiðina í nágrenni við Hrafntinnusker vera að verulegu leyti á kafi í snjó. Á leiðinni niður í Álftavatn sé líka mikill snjór. Því horfi ekki vel með opnun gönguleiðanna á næstu dögum þótt þá eigi að heita kominn júní á Íslandi, en fyrstu gönguhóparnir eru bókaðir í ngöngu um Laugaveginn 15. júní.  


Nánari upplýsingar um gönguferðir Ferðafélagsins og færð á gönguslóðum er að finna á fi.is.