Mark Zucker­berg í Austurstræti fyrr í kvöld

Mark Zucker­berg í Austurstræti fyrr í kvöld

Mark Zucker­berg, stofn­andi Face­book er stadd­ur hér á landi ásamt konu sinni, Priscillu Chan. Þetta herma heimildir Morgunblaðsins.

Karl Ólaf­ur Hall­björns­son fullyrðir við mbl.is að hann hafi séð Zucker­bergs og konu hans, Chan fyr­ir utan Café Par­is í Aust­ur­stræti.

Þá á einnig að hafa sést til þeirra á Þingvöllum fyrr í dag.

Zucker­bergs og Chan fagna þessa dagana sjö ára brúðkaupsafmæli en það ber upp þann 19. maí næstkomandi og því líkur á að þau muni fagna áfanganum hér á landi.

Nýjast