Már hættir sem seðlabankastjóri í sumar

Már Guðmundsson seðlabankastjóri mun láta af störfum í sumar eftir 10 ára starf. Seðlabankastjóri er skipaður til fimm ára í senn og lætur Már af störfum þar sem lögum samkvæmt má ekki skipa sama mann í embættið oftar en tvisvar.

Embætti seðlabankastjóra hefur verið auglýst til umsóknar og birtist auglýsingin í Lögbirtingablaðinu í dag. Þar segir að skipað verði í embættið frá og með 20. ágúst næstkomandi og er umsóknarfrestur til og með 25. mars næstkomandi.