Lögmaður brjálast yfir verki illuga

\"Ég brjálast yfir skemmdarverkunum sem eru framkvæmd í skjóli nætur í menntamálaráðuneytinu. Óþolandi hversu lítið er fjallað um þetta. Illugi virðist því miður vera mesta skaðræðið í ríkisstjórninni,\" segir Helga Vala Helgadóttir lögmaður um lækkun námslána hjá námsfólki sem þarf að sækja sér menntun utan landsteinanna.


Um Illuga segir Helga Vala á facebook að hann hafi stytt framhaldsskólann í þrjú ár i stað þess að skoða hvort ekki væri frekar tilefni til að stytta grunnskólann. \"Innleiddi nýtt einkunnakerfi í grunnskóla sem enginn skilur, skar niður alla kennslu fyrir stúdentsnemendur eldri en 25 ára (öldungadeild þar á meðal) og Rúv... Eigum við að ræða Rúv? Nú þetta, skera niður námslán til nemenda á erlendri grundu. Hvað gengur manninum til á þeim tímum sem allt á að vera í blússandi velmegun.\"
Fleiri hafa gagnrýnt áherslur Illuga Gunnarssonar um stórvægilegar breytingar á LÍN. Rúnar Helgi Vignisson, dósent við HÍ, spyr: \"Er þetta skynsamlegt ráðslag af hálfu smáþjóðar sem er staðsett úti í miðju Atlantshafi? Þykjumst við þá ekki þurfa að fara utan lengur til að afla okkur menntunar? Lán til fram­færslu ís­lenskra náms­manna er­lend­is munu lækka um allt að 20% á næsta skóla­ári sam­kvæmt nýj­um út­hlut­un­ar­regl­um Lána­sjóðs ís­lenskra náms­manna, LÍN, sem tóku gildi 1. apríl. Formaður SÍNE, Sam­bands ís­lenskra náms­manna er­lend­is, seg­ir í sam­tali við Morg­un­blaðið í dag niður­skurð hjá LÍN allt of lengi hafa bitnað á nem­um sem sæki há­skóla­nám er­lend­is.\"