Löggjafans að laga skekkju sem RÚV skapar

Morgunblaðið segir frá:

Löggjafans að laga skekkju sem RÚV skapar

Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir í samtali við Morgunblaðið að Samkeppnisstofnunin hafa áður tekið fyrir þá skekkju sem er á auglýsingamarkaði vegna RÚV en bendir á að það sé löggjafans að leysa það. „Við vísum í frummatinu í álit frá 2008 sem síðan hefur verið fylgt eftir og leiddi til breytinga á lögum sem gilda um RÚV. Við erum að mælast til þess aftur við stjórnvöld á þessu sviði að það sé hugað að þessu að nýju. Það er áfram til staðar sú skekkja á auglýsingamarkaði að einn af keppninautunum þ.e. RÚV er í annarri stöðu en hinir því samhliða því að hafa tekjur af auglýsingum hefur hann tekjur af skattfé. Það er skekkja sem við höfum bent á fyrir löngu síðan en er ekki eitthvað sem er hægt að laga í rannsókn sem færi af stað í tilefni þessarar kvörtunar. Það er löggjafinn sem þarf að huga að því,“ segir Páll.

Nýjast