„lof mér að falla“ með takmarkað forvarnargildi

Kvikmynd líkt og Lof mér að falla hefur takmarkað ef eitthvað forvarnargildi og gæti jafnvel hið gagnstæða orkað á ungmenni, segir Funi Sigurðsson, forstöðumaður Stuðla.

 Hlutfall þeirra sem látast vegna lyfjanotkunar hér landi er næsthæst í heimi, á eftir Bandaríkjunum. Lögregla telur að hægt sé að fullyrða að fíkniefnaneysla hér hafi aldrei verið meiri í sögunni. Og hún er að verða harðari og sumir tala um faraldur og afleiðingarnar eru skelfilegar. Lögregla hefur á þessu ári verið að rannsaka að minnsta kosti 20 dauðsföll þar sem lyfseðilsskyld lyf koma við sögu. Í heimildarmyndinni Lof mér að lifa þar sem fjallað er um sögur aðalpersónanna í myndinni Lof mér að falla kom fram að á einum mánuði voru 54 útköll vegna ofneyslu. Forstöðumaður Stuðla, Funi Sigurðsson mætir í 21 til Margrétar Marteinsdóttur.