Listinn klár: áslaug og kjartan úti

Listi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor liggur fyrir.

 

Á eftir Eyþóri Arnalds kemur Hildur Björnsdóttir lögfræðingur, þá Valgerður Sigurðardóttir, Egill Þór Jónsson og Marta Guðjónsdóttir í fimmta sæti. Katrín Atladóttir er í sjötta sæti.

 

Í sætum þarna á eftir koma m.a. Örn Þórðarson, Björn Gíslason, Jórunn Pála Jónasdóttir og Alda Vilhjálmsdóttir.

 

Óhætt er að segja að um fremur óþekkt fólk sé að ræða.

 

Mikil átök munu hafa átt sér stað um stöðu Áslaugar Friðriksdóttur og Kjartans Magnússonar á listanum. Eyþór Arnalds er sagður hafa lagt höfuðáherslu á að Áslaug færi alveg út af listanum. Meirihluti kjörnefndar féllst á það en samþykkti þá um leið að Kjartan færi einnig af listanum. Hluti kjörnefndarmanna lagði til að Sirrý Hallgrímsdóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður Illuga Gunnarssonar, yrði ofarlega á lista en því var algerlega hafnað.

 

Flestir þeirra sem koma nýjir inn í sex efstu sætin eru sagðir vera stuðningsmenn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra.