Líkur á 0,25% lækkun vaxta

Hinn 23. ágúst nk. kemur peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands (SÍ) saman. Nefndin fundaði síðast um miðjan júní og þá lögðu tveir nefndarmenn til að lækka vexti um 0,5 prósentur. Vextir eru eitt af stjórntækjum SÍ. Nefndin skal funda átt sinnum ári. Fundað verður svo 4.10. og 15.11 og 13.12. nk.

Verðbólga hér á landi er undir markmiði SÍ en hún mælist 1,8% en taumhald peningstefnu SÍ miðar við raunvexti. Nefndin mun líta á þróun gengis krónunnar frá síðustu vaxtaákvörðun.

Gengið hefur lækkað um ein 11% frá þeirri ákvörðun sem er umtalverð breyting á stuttum tíma. En verðbólguvæntingar SÍ eru taldar óberyttar við markmið SÍ þrátt fyrir þessa lækkun á gengi krónunnar. 

Vænta menn þess nú að stýrvextir SÍ verði lækkaðir um 0,25 prósent en telja svo að stýrivöxtum SÍ verði haldið óbreyttum næstu tvö árin. Ingólfur Bender hagfræðingur Samtaka iðnaðarins gerir þessum málum greinargóð skil í frétt á vef samtakanna.

Greiningardeild Arion banka og Hagsjá Landsbanka Íslands spá samt óbreyttum stýrivöxtum.

Þessum spám til stuðnings má vísa til hækkunar verðbólguálags og nokkra lækkun raunstýrivaxta.

Þá skal á það bent á að SÍ hefur haldið sér til hlés á gjaldeyrismarkaði. Þetta sætir undrun því sveiflur á gengi krónunnar hafa verið óhóflegar.

Veiking á gengi krónunnar frá 14. júní er eins og fyrr segir óhófleg.

Peningastefnunnefnd SÍ er því líkast til á alveg nýjum slóðum sökum þessarar lækkunar krónunnar.  

 

 

Nánar www.si.is/frettasafn/nr/12075      www.landsbankinn.is    www.arionbanki.is  

[email protected]