Líkami Schwarzenegger þótti skrýtinn

Hvíta tjaldið er á dagskrá Hringbrautar í kvöld:

Líkami Schwarzenegger þótti skrýtinn

Þegar Arnold Schwarzenegger var að byrja í kvikmyndageiranum þótti líkami hans skrýtinn og hreimurinn hallærislegur, sem gerði það að verkum að hlutverk hans urðu ekki ýkja mörg á upphafsárum hans sem leikari.

Í þættinum Hvíta tjaldið á dagskrá Hringbrautar í kvöld verður leikaraferill hans rakinn og athyglinni beint að gullaldarárum hans í hasarmyndunum.

Einnig verður sýndur seinni hlutinn af umfjöllun um þróun og sögu hasarmynda og minnst á kvikmyndir á borð við Terminator, Star Wars og The Expendables. Fylgist með Hvíta tjaldinu á Hringbraut í kvöld kl. 21:30. Umsjón hefur Þórir Snær Sigurðarson

Nýjast