Líftæknin er sofandi risi hjá bláa lóninu

Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins, er einn gesta Jóns G. í kvöld. Þeir koma víða við og ræða vörumerkið Bláa Lónið sem er heimsþekkt vörumerki og gefur mikil tækifæri á næstu árum, meðal annars í líftækninni. Bláa Lónið framleiðir ýmsar heilsuvörur og á mikið inni á þeim vettvangi og er líftæknin „sofandi risi“ innan fyrirtækisins, að mati Gríms. Þeir ræða nýja hótelið sem hefur slegið í gegn en með því hefur Bláa Lónið komist á enn hærra plan í upplifun gesta. Efnaðir erlendir ferðamenn, aðsóknsstýringin í lónið hefur gefist vel, rannsóknir og þróun, staða ferðaþjónustunna og margt fleira ber á góma í viðtalinu. Síðast en ekki síst ræða þeir hvað íþróttir og fyrirtækjarekstur eiga sameiginlegt. Á dagskrá kl. 20:30 í kvöld.