Leggur ekki trú á nýja skýrslu um hlýnun jarðar

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, trúir ekki niðurstöðum skýrslu sem unnin var fyrir Bandaríkjastjórn um að Bandaríkin gætu lent í miklum efnahagshremmingum ef ekki verði dregið úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Skýrsla Bandaríkjastjórnar um hlýnun jarðar var gefin út á föstudaginn, daginn eftir Þakkargjörðarhátíðina víðfrægu. The Guardian greinir frá.

„Ég hef séð hana, ég hef lesið hluta af henni og þetta er í fínu,“ sagði Bandaríkjaforseti við blaðamenn fyrir utan Hvíta húsið fyrr í dag. „Ég trúi því ekki.“ 

Í skýrslunni kemur meðal annars fram að hlýnun jarðar muni kosta Bandaríkin hundruð milljarða dollara og þúsund mannslíf á ári hverju í náinni framtíð. Eins segir í skýrslunni að breytingar á loftslagi jarðar gætu haft slæm áhrif á alþjóðhagkerfið. 

Nánar á

https://www.frettabladid.is/frettir/leggur-ekki-mikla-tru-i-skrslu-um-hlnun-jarar