Leggja ms til milljarð eftir aukið tap

Tap Mjólkursamsölunnar jókst um 14,1% á milli ára, eða úr tæplega 238,9 milljóna króna tapi árið 2017 í 272,6 milljóna króna tap í fyrra. Í byrjun síðasta árs hafnaði Héraðsdómur Reykjavíkur frávísunarkröfu félagsins vegna 440 milljóna króna stjórnvaldssektar sem lögð var á félagið vegna brota á samkeppnislögum, en án sektarinnar væri hagnaður félagsins á síðasta ári 167,4 milljónir króna.

Viðsnúningur varð á sama tíma í rekstrarhagnaði félagsins, úr 4,9 milljóna króna tapi árið 2017 í 483 milljóna króna hagnað í fyrra. Til viðbótar fór hlutdeild félagsins í afkomu dóttur- og hlutdeildarfélaga úr rúmlega 2,1 milljónar krónu tapi í 31,8 milljóna króna hagnað á árinu 2018.

Nánar á

http://www.vb.is/frettir/leggja-ms-til-milljard-eftir-aukid-tap/153246/