Leggja fram sau­tján breytingar­til­lögur

Samfylkingin leggur fram sautján breytingartillögur upp á 24 milljarða króna við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar, en tillögurnar voru kynntar á blaðamannafundi nú í morgun. Í tilkynningu sem send var til fjölmiðla samhliða fundinum segir að með tillögunum megi vernda velferðarkerfið gegn kólnun hagkerfisins en þær séu að öllu leyti fjármagnaðar. Auk þess gerir Samfylkingin ráð fyrir meiri afgangi á ríkisjóði á næsta ári heldur en ríkisstjórnin.

Breytingartillögur ríkisstjórnarinnar við eigið fjárlagafrumvarp eru harðlega gagnrýndar af forsvarsmönnum flokksins og fullyrt að frumvarpið tryggi hvorki félagslegan né efnahagslegan stöðugleika og vanræki jafnframt félagslega innviði. Né heldur sé ráðist í nauðsynlega tekjuöflun til að tryggja grunnþætti velferðarkerfisins.

Nánar á 

https://www.frettabladid.is/frettir/leggja-fram-sautjan-breytingartilloegur-vi-fjarlagafrumvarpi