Laugardalsvöllur 24. júlí: guns n' roses

Jæja, mikið var.

Guns N\ Roses koma til Íslands og spila á Laugardalsvelli þann 24. júlí.

Aðstandendur Secret Solstice skipuleggja tónleikana sem þeir segja í tilkynningu að séu þeir stærstu sem haldnir hafa verið á Íslandi. Miðasala hefst 1. maí.

Það þarf 35 gáma undir búnað hljómsveitarinnar sem 150 manna hópur mun þurfa viku til að setja upp á 65 metra breiðu sviði.

Tónleikarnir á Laugardalsvelli verða síðustu tónleikarnir á hljómleikaferð sem hófst í apríl árið 2016.

Guns N\' Roses var stofnuð í Los Angeles 1985. Óhætt er að fullyrða að sveitin sé ein allra vinsælasta rokksveit tónlistarsögunnar.Hún hefur selt yfir 100 milljón plötur á ferlinum.

'