Landvernd snýst gegn umhverfisráðherra í laxeldismáli

Stjórn Landverndar segir mjög alvarlegt fyrir íslenska stjórnsýslu að setja lög til að snúa úrskurði í máli laxeldisfyrirtækja á Vestfjörðum. Réttur umhverfisverndarsamtaka til að láta reyna á starfssemi sem hefur skaðlegar afleiðingar fyrir umhverfið sé lítils virði þegar ráðherrar setja slík lög.

Þá hvetur Landvernd umhverfisráðherra og sjávarútvegsráðherra til að virða niðurstöðu úrskurðarnefndar. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra er fyrrverandi framkvæmdastjóri Landverndar.

Nánar á

https://stundin.is/grein/7584/