Aldurslækkunin varð ekki að lögum

Frumvarp um lækkun kosningaaldurs í 16 ár fyrir kosningarnar í vor varð ekki að lögum á Alþingi í gærkvöldi. Þriðja þingumræða um málið stóð meira og minna allan daginn í gær. 

Fundum Alþingis var síðan frestað fram yfir páska á áttunda tímanum í án þess að kæmi til atkvæðagreiðslu um málið og ólíklegt er talið að það verði að lögum fyrir vorið, því fyrirvarinn er talinn of skammur.

Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður VG og einn flutningsmanna frumvarpsins sagði í viðtali við RÚV að niðurstaðan væri auðvitað mikil vonbrigði. „Ég hafði miklar vonir til þess að þetta gæti orðið að lögum í þessari viku.“ Hann sagði að erfitt yrði að ljúka málinu fyrir kosningarnar.