Kvenpresta-#metooið og 10. boðorðið

Fyrirsögn á frétt Fréttablaðsins í dag um ofbeldi, áreitni og mismunun í prestastétt er merkileg svona í ljósi 10. boðorðsins, sem samkvæmt heimasíðu Bústaðakirkju hljóðar svo: \"Þú skalt ekki girnast konu náunga þíns, þjón, þernu né nokkuð það sem náungi þinn á.”

Þetta kemur fram í Facebook-færslu lögmannsins Sigurðar G. Guðjónssonar í dag - og sá löglærði heldur áfram: \"Frásagnir kvenpresta af ofbeldi, áreitni og mismunun í stétt presta lýsa svo undarlegu hátterni að furðu sætir, sé horft til menntunar og hlutverks presta kirkjunnar í samfélaginu, og siðaboðskap þeirra við messur almennt.

En kannski eru sögurnar ekki svo furðulegar ef horft er til Biflíunnar, sem er helsta vinnutól presta. Þar kemur til dæmis fram að Jesús var framhjáhalds barn, ekki sonur Jósefs manns Maríu, heldur heilagsanda. Hvernig svo sem sá getnaður hefur átt sér stað. Hefur því reyndar verið haldið fram af einum presti á listanum að til hafi verið eitthvert fyrirbæri sem hét eða heitir ,,hún guð”.

Biflían segir einnig frá því að Jesús hafi labbaði um fyrir botni Miðjarðarhafs með hópi karlmanna og að hann hafi þvegið fætur þeirra, breytti vatni í vín og aukið framboði af fiski og brauði, þar sem lítið var í boði. Engar sögur fara hins vegar af því að Jesús hafi sleikt fætur kvenna sem á vegi hans urðu eða voru í tygjum við hann eða með honum.

Fyrir umboðsmenn Guðs á Íslandi er lausnin á kvenpresta #metooinu kannski að finna í Bíflíunni sjálfri: nánar tiltekið hjá Matteusi guðspjallamanni, þar sem hann fjallar um misgjörðir undir fyrirsögninni ,, Ef bróðir þinn syndgar.” Þar segir:

Ef bróðir þinn syndgar gegn þér skaltu fara og tala um fyrir honum, og sé það ykkar einna í milli. Láti hann sér segjast hefur þú unnið bróður þinn. Enn láti hann ekki segjast, skaltu taka með þér einn eða tvo, að hvert orð sé staðfest með framburði tveggja eða þriggja vitna. Ef hann skreytir þeim ekki, þá seg það söfnuðinum, og skeyti hann ekki söfnuðinum heldur, þá sé hann þér sem heiðingi eða tollheimtumaður.

Eigi að fylgja Biflíunni í hinu kristilega starfi verður að ætla að söfnuðir landsins verði upplýstir um hina syndugu sem kvenpresta #metooið greinir frá og ekki hafa látið sér segjast, svo líta megi á þá sem heiðingja eða tollheimtumenn.

Biskupinn fer væntanlega í þetta verk á næstu dögum.\"