Kúgun kvenna

Bókin kom út árið 1869 og var bókin þýdd að Sigurði Jónssyni og gefin út af Hinu íslenska kvenfélagi árið 1900. 

John Stuart Mill var breskur heimspekingur. 

Árið 1997 kom Kúgun kvenna út í flokki Lærdómsrita Hins íslenska bókmenntafélags. 

Bókin er enn í fullu gildi.     

Nú hafa 306 konur sem eru virkar í stjórnmálum sent út áskorun vegna kynbundins ofbeldis sem verður í starfsumhverfi kvenna sem starfa í stjórnmálum.

Áskorun þessara kvenna er ótvíræð. 

Þeir karlar sem eru ruddar og dónar taki ábyrgð á gerðum sínum.  Og stjórnmálhreyfingar þessa lands taki á málinu og þessum slordónum af festu.

Í bók John Stuart Mill er lýst ömurlegu ástandi kvenna.  Gelymum því ekki.  

Það sem fram kom í fjölmiðlum í gær gerir það ljóst að áhrif kynferðis eru víðtæk og hafa djúpstæð áhrif á samskipti kvenna og karla.  

Að baki áhrifanna liggja fjölmargar ástæður.  Hvort sem þær eru áþreifanlegar líffræðilegar orsakir eða óáþreifanleg áhrif gilda eða hefða og viðhorfa.  Eða bara skorts á uppeldi í heimahúsum.  

Áhrif kynferðis eru oft dulin.  Og því er hætta á að þau séu vanmetin.  Einkum í ljósi þess hve umræða um áhrif kynferðis er lituð að viðteknum hefðum og viðhorfum.

Þessi umræða vekur einkum upp spurningar um hvers konar uppeldi drengir fá í föðurgarði og í skólum þessa lands.

Hvort það uppeldi sé svo afburða lélegt að það er birtingarmynd ofbeldis kynþroska karlmanna. 

Karlar þurfa þá líkast til betri fyrirmyndir en bara feður sína og mæður og svo harða skólun í háttvísi. 

Annars verða allmargir íslenskir karlmenn blindfullir slordónar og bláedrú ruddamenni og því áfram slápar og raftar og hrottar og lubbar.

[email protected]