Króli og fleiri í vigdísarhúsi

Fjöldi innlendra og erlendra listamanna kemur saman í Vigdísarhúsi í kvöld, laugardag. til að fjalla um og flytja rapp. Dagskráin hefst með samræðu um listformið rapp og hipp hopp og vinsældir þess og verður hinn vinsæli rappari Króli meðal fyrirlesara.

Að umræðunni lokinni kl. 19:30 hefjast svo tónleikar á Vigdísartorgi þar sem Herra Hnetusmjör, Úlfhildur Tómasdóttir og Úlfur Úlfur eru meðal flytjenda. Aðgangur er ókeypis á báða viðburðina á meðan húsrúm leyfir.

Það eru námsleið í dönsku við Háskóla Íslands og Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum sem efna til rapp- og (h)ljóðlistarhátíðarinnar í tilefni af hundrað ára afmæli fullveldis Íslands. Viðburðirnir eru styrktir af fullveldisafmælissjóði og danska menningarmála­ráðu­neyt­inu.