Kópavogsbúar og garðbæingar telja sig svikna

Bæði bæjarstjórn Garðabæjar og bæjarráð Kópavogs samþykktu fyrir helgi harðorðar bókanir vegna samgönguáætlunar ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2019 til 2033. Bæjarráð Kópavogs segir tillöguna um að fresta framkvæmdum við Arnarnesveg milli Rjúpnavegar og Breiðholtsvegar vera lítið annað en dónaskap gagnvart íbúum bæjarins. Bæjarstjórn Garðabæjar segir óásættanlegt að ekki sé gert ráð fyrir meira fjármagni til nýframkvæmda á höfuðborgarsvæðinu. 
 

Bæjarráð Kópavogs lýsti yfir miklum vonbrigðum með samgönguáætlunina á fundi sínum á fimmtudag og gagnrýndi að enn og aftur ætti að fresta framkvæmdum við Arnarnesveg, nú til ársins 2024.

„Þetta er gert þótt öllum ætti að vera ljóst að umferð í gegnum Vatnsendahverfið er orðin allt of mikil og gatnamót Breiðholtsbrautar og Vatnsendavegar löngu sprungin en þar fara um yfir 12.000 bílar á sólarhring og miklar umferðatafir eru háannatímum,“ segir í bókun bæjarráðs.

Nánar á

http://www.ruv.is/frett/kopavogsbuar-og-gardbaeingar-telja-sig-svikna