Konráð fer á kostum

Hann er 87 ára jákvæð kempa sem stofnaði Dale Carnegie á Íslandi árið 1965. Konráð Adolphsson er maðurinn og hvílík jákvæðni, lífsgleði og útgeislun frá einum manni. Hann tók sig til og skrifaði eitt stykki bók sem hann gefur sjálfur út fyrir jólin; Hugsanir hafa vængi. Hann er gestur Jóns G. í kvöld og fer á kostum. Hann leggur ríka áherslu á að mátt jákvæðrar hugsunar og segir hana fyrsta skrefið að árangri í lífinu. Hann segir að hugsanir, jákvæðar sem neikvæðar, smiti út frá sér og ráðleggur öllum að segja upp á vinnustöðum þar sem andrúmið er neikvætt og þrúgandi. Og ef þér líkar ekki yfirmaður þinn, finnst hann koma illa fram við þig og vera ósanngjarn – og útilokað reynist að bæta úr því viðmóti hans með samtölum við hann – þá er aðeins ein leið fær; að hætta. Hann segir það mannskemmandi að halda áfram á vinnustaðnum og baktala yfirmanninn. „Eina leiðin er að hætta; það versta af öllu er að vinna í neikvæðu andrúmslofti,“ segir Konráð sem fer á kostum í þessu viðtali við Jón G.