Kolbrún hjólar í stöllur sínar

„Það skiptir engu þótt viðkomandi iðrist opinberlega og segist vilja taka sig á. Hann á ekki að fá vinnu í sínu fagi og glími hann við fíkn er sá sjúkdómur sagður vera eins og hver annar kvilli sem hann hefði átt að hrista auðveldlega af sér fyrir löngu,“ segir Kolbrún Bergþórsdóttir, leiðarahöfundur Fréttablaðsins, í blaðinu í dag.

Kolbrún fjallar þar um mál fjölmiðlamannsins Hjartar Hjartarsonar sem var sendur heim af HM í Rússlandi á dögunum. Hjörtur var sagður hafa áreitt Eddu Sif Pálsdóttur, íþróttafréttamann á RÚV, en árið 2012 kærði Edda Hjört fyrir líkamsárás. Þau náðu samkomulagi þar sem hann viðurkenndi fulla ábyrgð og fór málið því aldrei fyrir dóm. Þá var Hjörtur sendur íu leyfi frá störfum hjá Stöð 2 árið 2014 eftir að hafa ráðist á samstarfsmann sinn.

Þó Kolbrún nefni aldrei nafn Hjartar í leiðaranum er augljóst að tilefni skrifanna eru viðbrögðin sem fylgdu á eftir, en eins og greint var frá sendu íslenskar fjölmiðlakonur frá sér yfirlýsingu í liðinni viku þar sem þær sögðust telja það „ólíðandi að maður sem ítrekað hefur brotið á samstarfsfólki sínu fái sífellt ný tækifæri í fjölmiðlastétt á þeim forsendum að hann sé hættur að drekka.“ Vildu þær Hjört útlægan úr fjölmiðlabransanum.

Kolbrúnu þykir ekki mikið til viðbragða samstarfskvenna sinna koma og segir að það munu ávallt verða til hópar sem stunda opinberar aftökur.

Nánar á dv.is;

 

http://www.dv.is/frettir/2018/07/02/kolbrun-taetir-sig-islenskar-fjolmidlakonur-hefur-aldrei-thott-stormannlegt-ad-sparka-liggjandi-mann/