Klifar þú nokkuð jafnan mannfýla þín segir í Njáls sögu

Þingmenn jagast um ekki neitt

Klifar þú nokkuð jafnan mannfýla þín segir í Njáls sögu

Brynjar Nielsson og Helgi Hrafn Gunnarsson alþingismenn eru líkast til með þrætugjarnari mönnum. Brynjar hleypti Helga Hrafni upp þegar Brynjar bar lof á grein eftir Björn Bjarnason fv. ráðherra.

Björn staðhæfir í þessari grein að flokkur Pírata láti aldrei reyna á nein málefni. Hvorki i kosningabaráttunni né í stjórnarmyndunarviðæðunum. Brynjar skrifar: "Þarna hittir Björn naglann á höfðið eins og svo oft áður."

Helgi Hrafn Gunnarsson var ekki lengi að minna Brynjar á að ekki hefði Brynjar sjálfur lagt eitt einasta þingmál fram undir eign nafni. Um Brynjar segir Helgi Hrafn:"Þú hagar þingstörfum bara eins og þér sýnist."

Helgi Hrafn segir það óskemmtilegt að þurfa að benda á þetta enda vilji Helgi Hrafn stunda uppbyggilega pólitík. Þetta snýst líkast til frekar um hlutverk þingmanna en persónur þeirra segir í ummæladálki. með þessum pistli  http://www.visir.is/g/2017171119653  Myndin er frá visir.is

frettastjori@hringbraut.is

Nýjast