Kjúklingafjaðrir í fóðurgerð

Kjúklingafjaðrir eru vannýtt auðlind og hafa verið urðaðar hérlendis hingað til. Nauðsynlegt er hins vegar að nýta þetta hráefni segir á vefsíðu Matís en landsáætlun um meðhöndlun úrgangs gerir ráð fyrir að urðun á lífrænum úrgangi verði komin niður í 35 prósent af heildarmagni þann 1. júlí 2020.

Hægt er að endurvinna fjaðrirnar til að búa til próteinríkt mjöl til fóðurgerðar, s.s. fyrir svín, loðdýr, gæludýr og fisk. Slík endurvinnsla á sér stað víða erlendis og þekkingin til staðar.

Gerðar verða tilraunir til vinnslu á kjúklingafjöðrum, í samstarfi við Reykjagarð,

Ætla má að um 2000 tonn af kjúklingafjöðrum sé urðuð árlega hér á landi. Með verkefninu verður lagður grunnur að hagkvæmri nýtingu hráefna til að minnka umhverfisáhrif íslenskrar matvælaframleiðslu.

Nánar er um fjallað þetta á vefsíðu Matís hér.