Keppt í hraðprjónakeppi

Jónshús í Kaupmannahöfn stendur fyrir íslenskri prjónahátíð 7. og 8. september í Norðurbryggju, sem er menningarhús Íslands, Færeyja og Grænlands á Kristjánshöfn.
 
Á vef Bændablaðsins má lesa um hátíðina en hún nefnist Pakhusstrik. Íslenskir garnframleiðendur verða á staðnum ásamt íslenskum prjónahönnuðum og ætla þeir meðal annars að segja frá vörum sínum selja dönskum handprjónafólki afurðir sínar.
Umsjónarmaður Jónshúss segir í samtali við blaðið:
 
„Í Danmörku er mikill áhugi á Íslandi og íslenskri menningu. Íslensk prjónahefð og íslenskar prjónauppskriftir njóta vinsælda. Sala á íslensku handprjónabandi hefur aukist mikið síðastliðin ár enda henta íslenskar ullarvörur vel danskri veðráttu”.
Hægt er að kaupa garn, uppskriftir og fleira og einnig er boðið upp á fyrirlesta, námskeið, tískusýningu og í fyrsta sinn verður keppt í hraðprjónakeppi.
Þetta er fimmta árið í röð sem prjónahátíðin er haldin.