Kennitöluflakk

SA-Samtök atvinnulífsins og ASÍ-Alþýðusamband Íslands leggja til að hægt verði að banna þeim sem verða uppvísir að kennitöluflakki að eiga og reka einkahlutafélög í allt að þrjú ár.

Kennitöluflakk er iðkað þegar félag hættir rekstri eftir gjaldþrot en rekstur þess heldur áfram í gegnum annað félag með nýrri kennitölu til að komast undan lagalegum skuldbindingum s.s. greiðslu skatta og útborgun launa.

SA og ASÍ leggja til að hægt verði að banna þeim sem verða uppvísir að kennitöluflakki að eiga og reka hlutafélög og einkahlutafélög í allt að þrjú ár. Ríkisskattstjóra - að fengnum úrskurði dómstóla - verði veitt heimild til að úrskurða kennitöluflakkara í atvinnurekstrabann.

SA og ASÍ vilja að gerður sé greinarmunur á hefðbundnum gjaldþrotum fyrirtækja og kennitöluflakki. Gjaldþrota eigi sér skýringar en kennitöliflakk sé glæpsamlega starfssemi með það markmið að koma fjármunum undan.

rtá

Nánar www.sa.is  www.asi.is  www.rsk.is