Kennarar hafa fengið sitt

Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, er gestur í Þjóðbrautarþætti kvöldsins. Gylfi kemur víða við. Meðal annars talar hann um stöðuna í kjaramálum grunnskólakennara.

Gylfi segir að kennarar hafi fengið ríflega launahækkun, meira en tuttugu prósent árið 2014, meðan almennar launahækkanir voru rúm tvö prósent. Síðar hafi aðrir fengið ámóta hækkanir og kennarar fengu. Gylfi segir nú vilji kennarar fá aftur ríflega hækkun og svarar aðspurður að kennarar hafi þegar fengið sína ríflegu launahækkun.

Þjóðbraut er á dagskrá Hringbrautar í kvöld klukkan 21:00.

Auk Gylfa verða gestir þáttarins þau Karl Garðarsson og Margrét Tryggvadóttir.