Kaupin á flugfélagi grænhöfðaeyja að klárast

Loftleiðir, dótturfélag Icelandair, hefur fyrir hönd nýstofnaðs félags gert bindandi tilboð í 51 prósents hlut í flugfélag Grænhöfðaeyja, Capo Verde Airlines. Icelandair var boðið til viðræðna við stjórnvöld á Grænhöfðaeyjum um að eignast ráðandi hlut í flugfélaginu í september síðastliðnum þegar það yrði einkavætt. 
 

Fram kemur í tilkynningu Icelandair til Kauphallarinnar að tilboðið verði lagt fram í samstarfi við íslenska fjárfesta. Ekki kemur þó fram hverjir þeir séu.

Kaupverðið er trúnaðarmál en það verður að hluta til greitt með þeirri vinnu sem starfsmenn Loftleiða hafa þegar innt af hendi. Starfsmenn Loftleiða hafa að undanförnu aðstoðað við endurskipulagningu flugfélagsins en markmiðið með kaupunum er að styrkja Grænhöfðaeyjar sem ákjósanlegan ferðamannastað og byggja upp góða þjónustu fyrir millilandaflug. 

Nánar á

http://www.ruv.is/frett/kaupin-a-flugfelagi-graenhofdaeyja-ad-klarast