Kanslarinn staðfasti

Angela Merkel hafnar því að settar verði skorður við komu aðkomufólks

Kanslarinn staðfasti

Angela Merkel kanslari sambandslýðveldisins Þýsklands sagði í sjónvarpsviðtali að hún hafnaði ákalla jafnaðarmanna í Þýsklandi um að settar verði skorður við komu aðkomufólks til landsins.

Jafnaðarmenn eru í samsteypustjórn Angelu Merkel en flokkur þeirra  - SDU - býr við dvínandi fylgi í öllum könnunum. Kanslarinn sýnir með þessu hversu staðföst Angela Merkel er.

Hún segir ekki aðeins "Nein!" við samstarfsflokkinn í ríkistjórninni - SDU - heldur sendir hún systurflokki kristilegra demókrata í Bæjaralandi skýr skilaboð um að afstað þess flokks sé henni ekki að skapi.

Sá flokkur - CSU - hefur skýra afstöðu til komu aðkomufólks til Þýsklands: nóg er komið af aðkomufólki í landinu.

Stjórnmálaskýrendur minna á að allir stjórnmálamenn eru í kosningaham enda verða sambandsþingskosningar í landinu í september. Því sé margt sagt sem ekki standi til að efna að afstöðnum kosningum.

Sú staðreynd segja þeir verður ekki umflúin að Þjóðverjum fækkar ár frá ári sökum þessa að fæðingum hríðfækkar. Stórfelldur innflutningur á fólki sé því óumflýjanleg staðreynd.  

Málefni aðkomufólks séu ekki svo stórt mál að þau yfirskyggi önnur mun brýnni mál sem séu þorra kjosenda ofar í huga eins og ríkisútgjöld til opinberra framkvæmda og skattamál og mennta- og heilbrigðismál.  

 

 

Nánar www.dw.com

frettastjori@hringbraut.is

 

 

Nýjast