Kaffistofan er misnotuð

“Auðvitað er kaffistofan misnotuð. Það komu rútur hingað með verkamenn en við stoppuðum það af\",segir Vörður Leví Traustason, framkvæmdastjóri Samhjálpar sem rekur kaffistofuna.  Hringbraut hitti í dag Vörð og Róbert Gunnarsson, matreiðslumann á kaffistofu Samhjálpar við Borgartún sem þeir segja fyrst og fremst fyrir þá sem eru svangir. Þeir þakka hjálp Reykjavíkurborgar við að koma óæskilegu fólki úr kaffistofunni. Samfélagsþjónar í afplánun og sjálfboðaliðar og almennt fólk á launum sér um þjónustuna á Kaffistofuni. “Við gætum ekki rekið þetta nema birgjar létu okkur fá það sem til fellur í lok dagsins og félagasamtök, eins og af skátamótinu sem var að ljúka”, bætir Vörður við sem segir einnig að kaffistofan sem er opin skemur en áður. Þó er það svo að þeir sem koma þangað eru aðallega karlar og stór hópur erlendir verkamenn og hælisleitendur. Samsetning þeirra sem koma á kaffistofuna hefur breyst mikið undanfarin tvö ár og hafa búið til nýjan veruleika fyrir þá sem starfa á kaffistofunni.