Júlíus: rakalaus þvættingur óvildarmanna

Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, telur að sakamál héraðssaksóknara á hendur honum megi rekja til stöðu hans sem fyrrverandi stjórnmálamanns. Aðrir hefðu aldrei fengið sambærilega meðferð. Þá sé yfirmaður rannsóknarinnar í Vinstri grænum og því vanhæfur í málinu. Í greinargerð Júlíusar segir að ávirðingar ættingja hans séu rakalaus þvættingur óvildarmanna.
 

Héraðssaksóknari gaf í ágúst út ákæru á hendur Júlíusi Vífli fyrir að þvætta tugmilljóna ávinning af fyrndum skattsvikum. Meint peningaþvætti er í ákærunni sagt hafa numið 49 til 57 milljónum, en nákvæm upphæð er ekki vituð vegna þess að Júlíus hefur ekki viljað greina frá því nákvæmlega hvenær þeirra tekna var aflað sem hann er sagður hafa skotið undan skatti. Skattprósenta var breytileg á árabilinu sem gæti verið undir.

Nánar á

http://www.ruv.is/frett/julius-rakalaus-thvaettingur-ovildarmanna