Jón gunn­ars­son ætl­ar fram

Ég ætla að gefa kost á mér í stöðu ritarans,“ segir Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi samgönguráðherra, í samtali við Fréttablaðið. „Ég er spenntur fyrir því að takast á við þetta mikilvæga verkefni fyrir hönd fólksins.“ Jón telur reynslu sína og þekkingu í ólíku málaflokkum verða gott veganesti í starfið.

„Ritarastarfið snýst um innra starf flokksins og það er af nægu að taka þar í seinni hálfleik í þessu ríkisstjórnarsamstarfi.“

Þetta er brot úr frétt Fréttablaðsins. Hér má lesa fréttina í heild sinni.

Staða ritara í forystusveit Sjálfstæðisflokksins er laus eftir að Ás­laug Arna Sigur­björns­dóttir tók við embætti dómsmálaráðherra í gær. Samkvæmt reglum flokksins getur ritari ekki setið sem ráðherra. Verður því kosið um nýjan ritara á flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins sem hefur verið boðaður þann 14. september næstkomandi.

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru margir um hituna. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í borginni og Hildur Björnsdóttir hafa verið nefnd sem eftirmenn Áslaugar Örnu í ritarastöðuna. Eyþór hefur ekki útilokað að hann muni gefa kost á sér.

Þetta er brot úr frétt Fréttablaðsins. Hér má lesa fréttina í heild sinni.