Jöklarnir bráðna hratt en „hamfarirnar“ verða ekki á íslandi segja vísindamenn í þættinum 21 í kvöld

Loftslagsbreytingar og hlýnun jarðar er málefni sem má segja að sé stærsta og erfiðasta viðfangsefni mannkyns til þessa. Bráðnun jökla hefur heimt athygli almennings og stjórnmálamann, ekki bara vísindamanna.  Minningarathöfn um jökulinn Ok vakti heimsathygli á dögunum og fréttir sagðar af því að innan 200 ára væru allir jöklar á Íslandi horfnir og að 56 skráðir jöklar hér á landi hafi horfið frá því síðustu aldamótum.

Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur og prófessor við Háskóla Íslands og sömuleiðis formaður Jöklarannsóknarfélagsins og Þorsteinn Þorsteinsson jarðfræðingur hjá Veðurstofu Íslands ræða við Lindu Blöndal í þættinum 21 í kvöld.

Jöklar þekja 11 prósent af flatarmáli Íslands, þar af þekur Vatnajökull 8 prósent.