Jarðhiti á hafsbotni

Orksustofnun hefur veitt leyfi til leitar og rannsókna á jarðhita á tveimur rannsóknarsvæðum á hafsbotni. Annars vegar við Reykjaneshrygg og hins vegar fyrir Norðurlandi. Tilgangur þessara rannsókna er að afla upplýsinga til að meta ætluð háhitasvæði til raforkuframleiðslu. Fyrirtækið sem fær leyfi er North Tech Eneregy ehf. i Reykjavík.

Á fyrri hluta rannsóknartímabilsins er gert ráð fyrir leit á fýslegum svæðum sem rannsökuð verða nánar til raforkuframleiðslu. Leyfið veitir North Tech Energy ehf forgang að nýtingarleyfi til raforkuframleiðslu í tvö ár eftir að gildistíma leyfis til leitar er lokið.

rtá

Nánar www.orkustofnun.is