Jakob framkvæmdastjóri sus einn af eigendum

Undir lok apríl síðastliðinn opnaði nýtt veitingahús í splunkunýju húsnæði við Mýrargorötu 31 í Reykjavík. Veitingahúsið fékk heitið LOF og sérhæfði staðurinn sig í spænskri matargerð. Tæplega þremur mánuðum síðar hefur staðnum verið lokað og samkvæmt heimildum DV blasir gjaldþrot fyrirtækisins við. Þá sitja margir starfsmenn fyrirtækisins og birgjar eftir með sárt ennið. Hafa starfsmenn haft samband við stéttarfélag sitt, Eflingu, til þess að fá aðstoð.

Í kringum rekstur veitingastaðarins var fyrirtækið Lof Restaurant ehf. stofnað. Eigendur þess voru Enzo Rinaldi, Birgir Örn Arnarsson og tengdasonur hans, Jakob Helgi Bjarnason. Samkvæmt upplýsingum frá fyrrum starfsmönnum félagsins kom hugmyndin að opnun staðarins frá Rinaldi og félaga hans Garcia og leituðu þeir til Birgis Arnar og Jakobs Helga til þess að leigja húsnæðið við Mýrargötu sem var í þeirra eigu og var nýreist. Tengdafeðgarnir höfðu þá mikinn áhuga á að taka þátt í verkefninu og varð það niðurstaðan.

Nánar á

http://www.dv.is/frettir/2018/07/13/framkvaemdastjori-sus-setti-veitingastad-hausinn-nokkrum-manudum/