Íslendingur sagður látinn á indlandi

Indverskir fjölmiðlar greina frá því að lögregla þar í landi hafi fundið íslenskan karlmann á sjötugsaldri látinn á gistiheimili. Gistiheimilið er í Kullu héraði í Indlandi. Eigandi gistiheimilisins fann Íslendinginn og hafði strax samband lögreglu. Lögreglan hefur ekki enn komist að því hver sé dánarorsök mannsins. 

Lögreglan á staðnum segir að þeir hafi tilkynnt íslenska sendiráðinu í Indlandi um andlátið, en utanríkisráðuneytið hefur enn ekki getað staðfest það við fjölmiðla. Segir lögreglan að þeir bíði nú komu ættingja mannsins til þess að geta framkvæmt krufningu.