Borgum þriðjung af köldu vatni miðað við dani

Þetta kemur fram í árlegri sam­an­tekt Sam­orku um kalda­vatns­notkun þar sem stuðst er við nýjar tölur frá stærstu veitu­fyr­ir­tækjum Norð­ur­land­anna.

 Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá fyr­ir­tæk­inu er kostn­aður í Dan­mörku á ári tæp­lega 78 þús­und krón­ur, sem er lang­mesti kostn­að­ur­inn á Norð­ur­lönd­un­um. Skattar og gjöld hækka þessa tölu mikið en jafn­vel án þeirra kostar kalda vatnið mest þar. Finnsk heim­ili greiða um 45 þús­und á hverju ári og svipað er að segja um heim­ili í Nor­egi, sem greiða um 42 þús­und. Minnst er rukkað fyrir þessa þjón­ustu í Sví­þjóð og á Íslandi. Í Sví­þjóð má búast við að greiða rúm­lega 25 þús­und krónur árlega fyrir notkun á köldu vatni en á Íslandi 24 þús­und, eða tvö þús­und krónur á mán­uði, segir í frétt Sam­orku.

Nánar á

https://kjarninn.is/frettir/2018-10-19-islendingar-borga-thridjung-fyrir-kalda-vatnid-midad-vid-dani/