Ísland samþykkti árásirnar í nato

Fyrst til umræðu í þættinum Silfur Egils voru viðbrögð ríkisstjórnarinnar við loftárásum Bandaríkjamanna, Frakka og Breta á Sýrland í fyrrinótt og yfirlýsing NATO í gær.Yfirlýsing var birt á vef NATO síðdegis í gær þar sem segir að allar bandalagsþjóðirnar styðji hernaðaraðgerðirnar. Íslenskir ráðamenn höfðu fyrr um daginn sagt árásirnar skiljanlegar og að þær hefðu verið fyrirséðar. Ekki var lýst afdráttarlausum stuðningi við árásirnar. 

“Við samþykkjum yfirlýsinguna”, sagði Borgar Þór aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs. “Við stöndum að yfirlýsingunni með þeim skýringum sem við gefum á fundinum”.

Nánar á ruv.is

http://www.ruv.is/frett/island-samthykkti-yfirlysingu-nato