Ísland leitar víða skjóls

Hvernig geta lítil ríki eins og Ísland sinnt sínum hagsmunum sem best?

Eftir að Bandaríkin lokuðu herstöðinni og neituðu Íslendingum um aðstoð í hruninu hafa íslenskir ráðamenn víða leitað skjóls.

Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands mætir til Lindu Blöndal í þáttinn 21 í kvöld en rannsókn um stöðu Íslands í heiminum er nú gefin út í bók.

Í bókinn er sumé að finna rannsókn sem var unnin undir forystu Baldurs sem vann með rannsóknateymi við Rannsóknasetur um smáríki við háskólann. Bókin nefnist ,,Small States and Shelter Theory: Iceland’s External Affairs” sem má útleggja sem „Smáríki og kenningin um skjól: Ísland í alþjóðaheimi“

Um er að ræða eina yfirgripsmestu rannsókn sem gerð hefur verið á pólitískum, efnahagslegum og félagslegum samskiptum Íslands við nágrannaríki sín og alþjóðastofnanir.

Bókinni er fjallað um alþjóðasamskipti Íslands frá 1940 til dagsins í dag. Þar er staða Íslands í samfélagi þjóðanna greind út frá kenningunni um skjól sem fjallar um mikilvægi þess að lítil ríki hafi efnahagslegt, pólitískt og félagslegt skjól.