Ingimundur: „ísræningjar á breiðármerkursandi“ - segir að ísjakarnir verði fluttir til reykjavíkur fyrir artic circle ráðstefnuna

„Ísræningjar á Breiðármerkursandi - Vestari-Fellsströnd. Ég var fyrir hönd viðskiptavina minna ekki sérlega kátur með að verið væri að taka þá fáu stóru ísmola sem á ströndinni voru, amk meðan bjart var.“

Þetta segir Ingimundur Stefánsson í Facebook færslu sinni. Í samtali við Hringbraut sagði Ingimundur að honum þætti leiðinlegt að ísjakarnir væru teknir af fólkinu sem er að skoða.

„Mér fannst þeir svolítið snemma á ferðinni að ræna okkur síðustu ísmolunum fyrir okkur fólkinu hérna,“ segir Ingimundur

Á myndinni sem Ingimundur tók sést hvar stór vinnuvél er notið til að flytja ísjaka af ströndinni. Ingimundur spurði verktakann á svæðinu fyrir hvern ísinn væri og var honum tjáð að aðstaðendur Artic Circle ráðstefnunnar hafi beðið um hann, en ráðstefnan stendur nú yfir í Hörpu. Hann segir þó að ísinn muni bráðna fljótt á ströndinni.

„Aðspurðir sögðu þeir Artic Circle ráðstefnuna hafa óskað eftir ís. Fyrst ísinn bráðnar hvort eð er næsta sólarhringinn þá verður maður víst að fyrirgefa landeigendum þetta.“