Inga sæland er nagli sem ekkert aumt má sjá

Inga Sæ­land, for­maður Flokks fólksins, er bar­áttujaxl og stendur eins og klettur við hlið þeirra sem hún berst fyrir. Hún er húmor­isti sem brestur í söng við hvert tæki­færi en hún stóð meðal annars uppi sem sigur­vegari í karó­kí­keppni árið 1991. Hún fram­kvæmir það sem hana langar til þess að gera, hvort sem það er að gerast sjóari á frysti­togara eða setjast á skóla­bekk við lög­fræði­deild Há­skóla Ís­lands. Inga Sæ­land er ein­læg, á­kveðin og þrjósk og lætur verkin tala.

Svona lýsa vinir og vanda­menn Ingu Sæ­land henni, en undan­farnar vikur hefur Frétta­blaðið birt nær­myndir af for­mönnum allra flokka á þingi. Fleiri nær­myndir eru að finna í tengdum greinum neðst í þessari frétt.

„Inga hefur alltaf verið mjög marg­blendin per­sóna og full af lífi það er ekki hægt að segja að það hafi verið nein logn­molla í kringum hana,” segir vin­kona Ingu.

„Hún má ekkert aumt sjá og ó­sjaldan sem fjöl­skyldan hefur setið uppi með hin og þessi gælu­dýrin sökum þess, en þau skipta orðið ein­hverjum tugum,” segir dóttir hennar.

„Inga hefur alla tíð verið svo dug­leg og ég hef aldrei skilið hvernig hún hefur getað gert svona mikið með sína blindu. Hún er alveg sér­stök og er svo dug­leg. Hún hefur aldrei kvartað. Það er stað­reynd,” segir mamma hennar.

Þetta er aðeins brot úr umfjöllun Fréttablaðsins. Hér má lesa nærmyndina í heild sinni.