Iðnaður í öndvegi

Iðnaður er mjög umfangsmikill í íslensku efnahagslífi.

Greinin er fjölþætt og snertir nær alla þætti hagkerfisins. Iðnaður hefur átt stóran þátt í núverandi efnahagsuppsveiflu og skapað nær eitt af hverjum fjórum störfum sem myndast hafa í hagkerfinu frá því að það byrjaði að taka við sér árið 2010.

Iðnaður hefur átt stóran þátt í því að ná niður atvinnuleysinu sem var eitt helsta mein íslensks hagskerfis eftir efnahagsáfallið árið 2008. Iðnaður hefur skilað um þriðjungi hagvaxtarins á þessum tíma.   

Iðnaður er umfangsmikill í íslensku efnahagslífi. Innan iðnaðar er fjölbreytt flóra af fyritækjum sem eru samofin öllum sviðum efnahagslífsins. Iðnstarfsemi á Íslandi er því afar mikilvægur þáttur í gangverki hagkerfisins sem skapar margvísleg störf.

Skapaði iðnaður ríflega 29% landsframleiðslunnar með beinum hætti á árinu 2016 eða 705 milljarða króna. Ef með er tekið óbeint framlag iðnaðar til verðmætasköpunar hagkerfsins er umfang iðnaðar talsvert meira.

Iðnaður er umfangsmikill á íslenskum vinnumarkaði. Ríflega 38 launþegar voru í iðnaði árið 2016.

Störfin eru fjölbreytileg á sviði framleiðsluiðnaðar byggingastarfsemi og mannvirkjagerðar og í tækni- og hugverkaiðnaði.

Árið 2016 voru 21% launþega á Íslandi í iðnaði eða rífelag einn launþegi af hverjum fimm.

Gjaldeyristekjur fyrirtækja í iðnaði námu árið 2016 422 milljörðum króna eða 36% af heildargjaldeyristekjum þjóðarbúsins af útflutningi vöru og þjónustu í fyrra.

Velta í iðnaðir í fyrra nam 1.357 milljörðum króna og er það 33% af allri virðisaukaskattskylkdri veltu fyrirtækja á Íslandi. Þetta undirstrikar þetta hlutfall mikið umfan iðnaðar í íslenska hagkerfinu.

Um þetta má lesa í frétt sem Ingólfur Bender hagfræðingur SI-Samtaka iðnaðarins skrifar. 

Nánar www.si.is

[email protected]