Icelandair selja hótelin

Icelandair Group mun selja Icelandair hótelin  og þær fasteignir sem þeim tilheyra.

Icelandair hótelin eru þrettán: Reykjavik Natura, Reykjavik Marina, Hilton Reykjavik Nordica, Canopy Reykjavik City Centre, Reykjavik Konsúlat Hótel og Hótel Alda, Icelandair Hotel á Akureyri, við Mývatn og á Héraði. Hótelkeðjunni tilheyra einnig hótel á Flúðum, á Kirkjubæjarklaustri, við Hamar og á Vík . Til viðbótar reka Icelandair hótel á sumrin Hótel Eddu og tíu farfuglaheimili um landið.  Þar fyrir utan opnar nýtt Icelandair hótel við Austurvöll á Landsímareitnum.

Hótelin og fasteignir þeirra eru þegar komin í söluferli og mun félagið einungis eiga minnihluta í þeim framvegis. 

Í tilkynningu Icelandair Group segir að félagið muni einbeita sér meira að kjarnastarfseminni sem snýr að flugþjónustu og uppfærslu á tækni- og vélabúnaði.