Icelandair með hlutafjárútboð fyrir jól

Icelandair mun halda hlutafjárútboð fyrir núverandi hluthafa félagsins sem ljúka mun 14. desember og greiðsla á að hafa borist fyrir áramót samkvæmt dagskrá hluthafafundar félagsins þann 30. nóvember.

Á fundinum liggja fyrir tillögur um að auka hlutafé Icelanadair um 625 milljónir hluta að nafnvirði auk þess sem gefa á út allt að 334,9 milljónir hluta í tengslum við kaupin á Wow air. Í kaupsamningnum um Wow air sem er í eigu Títan, fjárfestingafélags Skúla Mogensen, var kveðið á um að Skúli fengi 0% til 4,8% hlut í Icelandair fyrir 100% hlut sinn í Wow til viðbótar við 1,8% hlut í Icelandair fyrir víkjandi lán Títan til Wow.

Nánar á

http://www.vb.is/frettir/icelandair-med-hlutafjarutbod-fyrir-jol/151106/