Hvernig mun wow vegna í hlutafjárútboðinu?

Þeir Jón G. og Stefán Einar Stefánsson, fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu, ræða meðal annars um WOW air og skuldabréfaútboð þess að undanförnu. Skúla Mogensen tókst að landa 50 milljóna evra fjármögnun í gær, 6,4 milljörðum króna. Hann hyggst WOW air safna 10 milljónum evra, sem upp á vantar, í söluferli í kjölfar útboðsins og mun heildarfjárhæðin því jafngilda 7,7 milljörðum króna. Það reyndist mun tafsamara og erfiðara en reiknað var með að fá fjárfesta til að lána félaginu og taka þátt í útboðinu þrátt fyrir háa vexti. Í ljósi þess vaknar auðvitað sú spurning hvernig Skúla muni ganga að fá fjárfesta til að taka þátt í fyrirhuguðu hlutafjárútboði WOW air og ná í að lágmarki 22 milljarða króna.

Í viðtali við Financial Times sagði hann félagið stefna á 200 til 300 milljóna dollara hlutafjárútboð innan 18 mánaða, 22 til 33 milljarða króna, á undir helmingi hlutfjár í félaginu. Samkvæmt því metur hann stöðuna svo að virði félagsins verði innan 18 mánaða á bilinu 44 til 66 milljarðar króna. Icelandair Group er núna metið á um 38 milljarða króna.

Í kynningu á áðurnefndu skuldabréfaútboði er gert ráð fyrir að WOW air tapi 3,4 milljörðum króna á þessu ári.