Stjórnmálahreyfingin í efstaleiti

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, er sýnilega ekki sáttur við Ríkisútvarpið. Í skrifum á Facebook kallar hann Ríkisútvarpið stjórnmálahreyfingu.

„Skemmtileg þessi nýja stjórnmálahreyfing i Efstaleitinu. Kom á framfæri við okkur boðskap gamals vinstri róttæklings, sem fékk rúmlega 1% fylgi í frönsku forsetakosningunum, um að kjósa ekki núverandi stjórnarflokka. Síðan taldi nýja stjórnmálahreyfingin rétt að koma á framfæri við okkur eldgömlum upplýsingum úr Seðlabankanum ef við skyldum gleyma hverjir bæru nú ábyrgð á fjármálakreppu heimsins. Hvernig ætli það fjármagni sig þetta nýja og öfluga stjórnmálaafl?“

Þannig skrifar Brynjar Níelsson. Hótar Brynjar Ríkisútvarpinu?